Bólusetning og mótefnamæling hjá ónæmisbældum einstaklingum

Runólfur Pálsson skrifar:

Það gildir almennt um bólusetningar hjá ónæmisbældum einstaklingum að svörunin er ekki sú sama og hjá þeim sem hafa heilbrigt ónæmiskerfi. Því kemur ekki á óvart að mótefni mælist ekki hjá sumum einstaklingum með ígrætt líffæri. Bandarísk rannsókn sem birtist á dögunum sýndi að 54% líffæraþega reyndust hafa mælanleg mótefni eftir 2 skammta af Pfizer- eða Moderna-bóluefni gegn kórónuveirunni. Þótt mótefni finnist ekki í blóði í kjölfar bólusetningar er alls ekki útilokað að bólusetningin komi að gagni. Þetta mál er til skoðunar hér og líkt og í öðrum löndum. En vegna óvissu varðandi vernd gegn COVID-19 sem bólusetning veitir einstaklingum með ígrætt nýra er mikilvægt að þeir gæti áfram varkárni í samskiptum við fólk og leggi rækt við einstaklingsbundnar sóttvarnir þrátt fyrir að hafa fengið fulla bólusetningu.

RP