Aukin þjónusta við nýrnasjúklinga á SAK

Talsverður fjöldi fólks sem er búsettur á Norðausturlandi hefur hingað til þurft að fara suður yfir heiðar til að hitta nýrnalækni. Mánaðarlega má gera ráð fyrir því að 20-25 einstaklingar hafi þurft að ferðast suður í þeim erindagjörðum. Nú er formlega hafinn undirbúningur á því að framvegis munu nýrnalæknar frá Landspítalanum koma á SAK á sex vikna fresti, tvo daga í senn.