Ánægjulegur jólafundur

Félagið hélt ánægjulegan jólafund í dag. Fyrst skoðuðu gestir nýja skrifstofu félagsins og alla aðstöðuna.  Rithöfundarnir Auður Jónsdóttir og Ævar Þór Benediktsson komu og kynntu bækur sínar Stjóra skjálfta og Þín eigin goðsaga. Bækurnar voru mjög áhugaverðar og vel kynntar.  Alls vorum við þarna 22 saman og nutum samveru og góðra veitinga. Að lokum fengu allir lítinn jólapakka.