Aðalfundur Nýrnafélagsins verður haldinn 10. mai

Fundurinn verður haldinn 10. maí næstkomandi að Hátúni 10 kl. 17.00.

Dagskrá:

Setning fundarins

Kosning fundarstjóra og fundarritara

Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar

Skýrsla stjórnar

Endurskoðaður ársreikningur félagsins lagður fram, skýrður og afgreiddur

Endurskoðaður ársreikningur styrktarsjóðsins lagður fram, skýrður og afgreiddur

Skýrslur starfshópa

Lagabreytingar

Kosning stjórnar

Kosning skoðunarmanna reikninga, tveggja aðalmanna og eins varamanns

Ákvörðun um árgjald

Önnur mál

 

Eftirfarandi lagabreytingar verða lagðar fyrir aðalfundinn:

  1. lagabreyting.

Fyrsta málsgrein 5. greinar er í dag: „Allir skuldlausir félagar sem eru lögráða geta boðið sig fram í stjórn“  verður: „Félagsmenn sem eru skuldlausir við Nýrnafélagið og eru lögráða geta boðið sig fram í stjórn“.

2. lagabreyting.

Innskot sem sem ekki er fyrir hendi í dag en verður  fimmta  málsgrein 5. greinar og hljóðar svo:,, Firma ritar formaður“.