Ljúft afmæli í roki og rigningu
Félag nýrnasjúkra fagnaði 30 ára afmæli sínu í gær 30. október Við hlustuðum á tvö fróðleg erindi. Ólafur Skúli Indriðason fræddi okkur um þá þjónustu sem nýrnasjúkum býðst hér á landi og flutti félaginu heillaóskir frá Runólfi Pálssyni. Per Áke Zillén er höfundur góðrar bókar sem leiðbeinir nýrnaveikum hvernig efla má heilsu sína og halda aftur af framvindu nýrnabilunar. Félagið vinnur nú að útgáfu þeirar bókar. Per Áke kom í tilefni afmælisins. Hann flutti okkur fróðlegt erindi og fór yfir hvernig við þurfumm öll að taka ábyrgð á eigin heilsu og hvað við getum gert til að ná árangri í því. Erindin voru fróðleg og var gerður góður rómur að þeim.
Við nutum góðra veitinga og áttum góða stund saman. Veður og erfið kosninganótt hjá sumum kanna að hafa dregið úr mætingu. Það var þó ljúft afmæli í roki og rigningu að lokinni stífri kosninganótt hjá sumum.