Listeria eykst í Evrópu og hugsanlega á Íslandi líka. Ónæmisbældir þurfa að fara varlega.
Hækkandi nýgengi listeríu í Evrópu, hugsanlega á Íslandi líka, sérstaklega hjá eldri einstaklingum, er áhyggjuefni þar sem listería getur valdið alvarlegum veikindum hjá viðkvæmum (þ.e. ónæmisbældum, ungbörnum og eldri einstaklingum).
Því er mikilvægt að leggja áherslu á forvarnir, vöktun og rannsóknir mögulegra hópsýkinga. Nauðsynlegt er að fræða áhættuhópa um tengsl listeríu við ákveðin matvæli sem borin eru fram óelduð, svo sem mjúkosta, hrátt grænmeti, reyktan/grafinn lax og kjötálegg. Mikilvægt er að hafa í huga að
jafnvel matvæli sem eru framleidd í samræmi við gæðastaðla geta valdið sýkingu hjá fólki með skert
ónæmiskerfi.
Sjá nánar hér: https://assets.ctfassets.net/8k0h54kbe6bj/6O7MyXE7nu0iKQgKE2MYMO/586472545ea982f1c00dbb7a077c3eb7/Fars_ttafr_ttir_16.__rg._1._t_lubl._Apr_l_2024.pdf