Afmælisárið

Félagið okkar á afmæli. Í aldarfjórðung hefur það starfað til hagsbóta fyrir nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti.

Haldið verður málþing á Alþjóðlega nýrnadeginum sem að þessu sinni ber upp á fimmtudaginn 10. mars nk. Málþingið er ætlað bæði almenningi og fagfólki sem vinnur við meðferð og umönnun nýrnasjúkra.
Í kjölfarið verður gefið út veglegt afmælisrit þar sem meðal annars verða birt þau erindi sem flutt verða á málþinginu.Sérstak átak verður gert til þess að kynna líffæragjafakortin og hvað í því felst að skrá sig sem líffæragjafa.Á afmælisdaginn sunnudaginn 30. október verður afmæliskaffi fyrir félagsmenn og gesti.