Fundir nýrnasjúkra á Akureyri
Mig langar að vekja athygli á því að nýrnasjúkir á Akureyri og nágrenni hittast einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Þetta eru léttir og óformlegir fundir. Engar fundargerðir eru skrifaðar en við höfum bók þar sem fram kemur dagsetning og við skrifum nöfnin okkar. Fundirnir eru í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju síðasta fimmtudegi í hverjum mánuði og hefjast klukkan 20.00. Fyrsti fundurinn var á fimmtudaginn 26. september. Og svo áfram fram á vor nema að við sleppum fundi í desember. Allir þeir sem á einhvern hátt tengjast nýrnasjúkdómum eru annaðhvort sjúkir sjálfir eða eru aðstandendur eru velkomnir á fundina.
Magnús Sigurðsson