Baráttumálin og verkefnin
- Blóðskilun á fleiri staði út um land.
- Blóðskilunarsjúklingar fái aksturskostnað greiddan
- Heimablóðskilun verði efld.
- Íslenskir nýrnasjúklingar fái strax aðgang að nýrakrossagjafakerfinu sem er í Skandinavíu.
- Ferðmenn hafi aðgang að blóðskilun á Íslandi eftir COVID, verklagsreglur útbúnar og þær t.d. settar á heimasíðu Nýrnafélagsins ásamt tengiliðum, sem ferðamenn geta haft samband við.
- Nýrnalæknar fari á staðina út um land og hitti sjúklinga á staðnum í staðinn fyrir að sjúklingarnir þurfi alltaf að fara til læknanna..
- Netið verði meira notað í samskiptum lækna við sjúklinga sérstaklega úti á landi
- Vitundarvakning um háan blóðþrýstinga og hættuna á nýrnabilun.
- Nýrnasjúklingar hafi aukinn aðgang að næringarfræðingum
- Uppfært fræðsluefni um næringu fyrir nýrnasjúklinga verði aðgengilegt, t.d. á heimasíðu Nýrnafélagsins.
- Uppfæra bæklinga sem dreifðir eru til nýraþega (Nýraígræðsla).