Sunna Snædal ráðin yfirlæknir nýrnalækninga

Sunna Snædal Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir nýrnalækninga.
Sunna lauk embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1999, sérfræðiréttindum í lyflækningum 2007 og sérfræðiréttindum í nýrnalækningum árið 2009 frá Svíþjóð. Sunna lauk doktorsprófi frá Karolinska Institutet árið 2016.
Hún starfaði sem kandidat á Landspítala 1999-2000, deildarlæknir frá 2000-2002 og hóf svo störf sem sérfræðingur í lyf- og nýrnalækningum árið 2012 eftir að hafa starfað í Svíþjóð í millitíðinni.
Sunna var formaður Vísindasiðanefndar í 4 ár og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum innan og utan Landspítala.