Reykjavíkurmaraþon laugadaginn 20. ágúst

Eftir 16 daga eða laugadaginn 20. ágúst verður Reykjavíkurmaraþon haldið. Nokkur hópur mun hlaupa til styrktar Félagi nýrnasjúkra. Sjá: https://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/charity/38/felag-nyrnasjukra Þar er hægt að sjá hvað hefur safnast og hverjir hlaupa fyrir félagið. Það þarf þó að fletta dáldið niður síðuna til að sjá hlauparana. Með því að smella á hvern einstakling er hægt að sjá nánari upplýsingar um þá og senda þeim skilaboð og hvatningu.

Þetta góða fólk leggur mikið á sig fyrir félagið og þeir sem heita á þau gera félaginu mikinn greiða. Nú söfnum við fyrir útgáfu bókar leiðbeinir fólki um það hvernig hamla má framvindu nýrnabilunar og þannig í bestu tilvikum koma í veg fyrir að sjúkdómurinn komist á loka-stig. Það er því til mikils að vinna. Ef söfnun tekst vel látum við okkur dreyma um að geta gefið bókina.