Landspítalinn heldur námskeið, Nýrnaskóla, fyrir einstaklinga með langvinna nýrnabilun og fjölskyldur þeirra.
Einstaklingar sem eru byrjað í meðferð vegna nýrnabilunar eru velkomnir á námskeiðið ásamt fjölskyldu sinni.

Næsta námskeið verður haldið haustið 2018, nánari upplýsingar síðar. 
Námskeiðið vorið 2014 var tekið upp og má sjá upptökurnar á slóðinni:  https://www.youtube.com/user/nyrnaskolinn

Við mælum því að skoða þessar upptökur en sleppa því samt ekki að fara á námskeiðið sjálft enda koma þar fram  ýmsar fleiri upplýsingar þar sem hægt er að spyrja og fá svör við því sem brennur á fólki. Það er einnig hægt að læra margt af öðrum þátttakendum.

Á námskeiðum hittast þátttakendur í fimm skipti. Í boði eru fyrirlestrar og umræður með fagfólki og  einstaklingum með langvinna nýrnabilun..
Á námskeiðunum er fjallað um eftirfarandi þætti:
Hvað gera nýrun og hvað gerist þegar þau bila?
Meðferð í boði; kostir og gallar
Næring
Hreyfing
Að lifa með langvinnan sjúkdóm
Félagsleg réttindi
Félag nýrnasjúkra.
Hildur Einarsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun langveikra á LSH veitir Nýrnaskólanum forstöðu og gefur allar nánari upplýsingar.
Skráning og frekari upplýsingar í símum: 543 1436, 825 3600 og í tölvupósti: hildurei@landspitali.is