Aðalfundur Félags nýrnasjúkra,

haldinn að Hátúni 10, Setrinu, þann 8. maí, 2018. Klukkan 17:00

           

  1. Setning fundarins.

Fundur var settur kl. 17.15 af formanni félagsins Birni Magnússyni.

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

Fundarstjóri var kosinn Guðrún Barbara Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri félagsins og ritari var kosinn Hallgrímur Viktorsson, ritari félagsins.

  1. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar

Samþykkt var af fundarmönnum að ekki þyrfti að lesa fundargerð síðasta aðalfundar þar sem henni hafði verið dreift meðal fundargesta og fundarmenn gerðu engar athugasemdir við hana.

  1. Skýrsla stjórnar

Fundarstjóri las upp skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2017 til 2018 og voru engar athugasemdir gerðar við skýrsluna.

  1. Endurskoðaðir ársreikningar félagsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir

Björn Magnússon for yfir ársreikning félagsins en ársreikning hafði verið dreift til fundarmanna, engin athugasemda barst vegna ársreiknings félagsins.

  1. Endurskoðaðir ársreikningar styrktarsjóðsins lagðir fram, skýrðir og afgreiddir

Formaðurinn fór einnig yfir ársreikning styrktarsjóðsins og bárust engar athugasemdir við honum og ársreikningurinn var samþykktur í heild sinni.

  1. Skýrslur starfshópa

Engir starfshópar störfuðu á starfsárinu

  1. Lagabreytingar

Engar lagabreytingar lágu fyrir aðalfundinum.

  1. Kosning stjórnar

Fundarstjóri stjórnaði kosningum, Björn Magnússin formaður félagsins hefur nú annað stjórnarárið sitt af tveimur en hann var kosinn til tveggja ára á síðasta aðalfundi. Margrét Haraldsdóttir og Hallgrímur Viktorsson voru einnig kosin á síðasta aðalfundi til tveggja ára og hefja nú síðara starfsárið sitt. Úr stjórn ganga Bragi Ingólfsson og Hannes Þórisson og í stað þeirra voru þær Signý Sæmundsdóttir og Þuríður Þorbjarnardóttir kosnar til tveggja ára.

Varamenn: Magnús Sigurðsson var kosinn á síðasta aðalfundi til tveggja ára og heldur áfram sem varamaður en Einar Björnsson hættir  og í hans stað var Hannes Þórisson kosinn varamaður.

  1. Kosning skoðunarmanna reikninga, einn aðalmann og einn varamann

Þau Már Jónsson og Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir gáfu aftur kost á sér sem skoðunarmenn reikninga og voru þau kosin.

  1. Ákvörðun um árgjald

Stjórn lagði til að árgjald fyrir starfsárið 2018 til 2019 yrði óbreytt, kr. 3.500 fyrir einstakling og kr. 5.500 fyrir fjölskyldu og var það samþykkt.

  1. Önnur mál

Braga Ingólfssyni var þökkuð vel unnin störf í stjórn samtakanna. Minnt var á Reykjavíkur maraþonið en félagið safnar áheitum þar.

Vorferð félagsins var auglýst og mun hún verða farin 2. Júní um Reykjavík og Hafnarfjörð. Fundarstjóri hvatti fólk til að gefa kost á sér sem stuðningsfulltrúar og kynnti einnig starf fjölskylduráðgjafa sem er í hlutastarfi  á vegum félagsins og stendur félagsmönnum ókeypis til boða.

Magnús stjórnarmaður félagsins frá Akureyri sagði frá starfsemi félagsins á Akureyri.

Fræðsla: Ólafur Skúli Indriðason, nýrnalæknir hélt  erindi um nýrnasjúkdóma og lokastig þeirra, í tilefni af 50 ára afmæli blóðskilunardeildar. Góðar umræður spunnust við lok erindisins.

Björn Magnússon sleit fundi kl. 18:50.