Fréttabréf Nýrnafélagsins í desember 2023









*|MC:SUBJECT|*







Nýrað

Fréttabréf í desember 2023

Kæru félagar

Nú er dimmasti og bjartasti mánuður ársins runninn upp, sjálfur jólamánuðurinn. Hann felur í sér að hafa svo margt dásamlegt upp á að bjóða en getur líka haft sínar erfiðu hliðar sem erfitt getur verið að vinna úr.

Eitt er jólamataræðið en það getur reynst flókið fyrir fólk með langvinna nýrnasjúkdóma. Til að reyna að aðstoða í þessum efnum skrifar Bertha næringarfræðingur Nýrnafélagsins grein um þetta efni til að aðstoða við valið á jólamatnum.

En í desember umhverfist allt um gleði, birtu og fjör. Skemmtun með vinum og fjölskyldu og eldmóð. Það eru ótrúlegustu hlutir sem oft eru  gerðir í desember og gaman að fylgjast með bjartsýninni sem jólaljósin virðast kveikja hjá fólki.

En undirstaðan er sjálf jólahátíðin, þar sem hátíðleikinn umvefur allt á aðfangadagsskvöldi og friður fyllir hjörtun. 
Nýtum þennan tíma til að styðja hvort annað því að þá gleymum við oft langvinnum sjúkdómum um stund og ýmsu öðru sem hrjáir okkur og fyllumst af þakklæti.

Reynum líka að tendra friðinn innra með okkur og gefa hann áfram til þeirra sem þess þurfa. Styðjum þá sem minna mega sín og biðjum fyrir friði á jörðu á þessum ófriðartímum.
Munum að gæska leiðir af sér gæsku og að gleðja aðra gefur þeim sem það gera bestu gjöfina..

Kæru félagar eigið yndislega aðventu og munið að hægja á ykkur og njóta þessa dásamlega tíma.

Gleðileg jól 
Guðrún Barbara
ritstjóri fréttabréfsins

Get ég borðað hangikjöt og lifað af jólin?

Höf.: Bertha María Ársælsdóttir næringarfræðingur

MATUR OG NÝRU
Í desember fer tilvera okkar óneitanlega að snúast mikið um gjafir en ekki síður um veisluhöld. Þegar nýrnasjúkdómur er orðinn fylgifiskur í lífinu þá getur þessi tími valdið streitu því það er svo margt sem einstaklingar með skerta nýrnastarfsemi „mega ekki borða“. Það er því mikilvægt að vanda fæðuvalið og koma þannig í veg fyrir meira álag á nýrun.
Það er samt mikilvægt að muna að maturinn, hvort heldur hversdagsmatur eða hátíðarmatur, er fjölbreyttur orkugjafi og mettar okkur bæði líkamlega og andlega.

ÍSLENSKAR ALMENNAR RÁÐLEGGINGAR UM MATARÆÐI
Gott er að minna á almennar íslenskar ráðleggingar um mataræði þar sem hófsemi og fjölbreytni leggur grunninn að góðu fæðuvali.

Samkvæmt þessum ráðleggingum þá ættum við að fylla hálfan diskinn af fjölbreyttu úrvali af grænmeti og ávöxtum, fjórðungur disksins ætti að koma úr heilkornaflokknum eins og grófu brauði, kartöflum, hrísgrjónum o.fl. Síðasti fjórðungurinn er svo próteingjafinn eins og fiskur, egg, baunir, kjöt
og mjólkurvörur. Vatn er svo besti drykkurinn.

MÁLTÍÐASKIPAN
Það er mjög mikilvægt að gæta að því að borða reglulega yfir daginn. Þrjár aðalmáltíðir morgunverð, hádegisverð og kvöldverð sem mynda grunninn en millibitarnir gætu verið 2 3 yfir daginn. Þótt um hátíðsdaga sé að ræða þá er grundvallaratriði að halda þessu skipulagi en máltíðirnar eru að sumu
leyti frábrugðnar þessum hversdagslegu.

NÝRNASKÓLINN
Gott er að minna á fræðsluna sem er að finna á vef Nýrnafélagsins. Undir liðnum Fræðsluefni má finna Nýrnaskólann en þar eru myndbönd af ýmsu tagi sem gott er að horfa á.
Á myndbandinu Nýrnabilun Mataræði fer Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi yfir það helsta varðandi fæðuval .

Í þessu samhengi er
einnig gott að minna á bláa heftið sem Nýrnafélagið gefur út;
Allt sem þú getur ert til þess að HÆGJA Á NÝRNABILUN.
Á veraldarvefnum má einnig finna fræðsluefni sem gefið er út af Landspítalanum.
Skert nýrnastarfsemi Ráðleggingar um mataræði og Saltskert fæði eru bæklingar sem gott er að hafa við höndina.

HVAÐ ER Á BOÐSTÓLUM UM JÓLIN?

Jólatíminn er tími gamalla hefða og við leitumst við að bjóða uppá matinn sem við vöndumst í æsku og eru enn á borðum landsmanna þrátt fyrir aukið úrval af alls kyns öðrum fæðutegundum.
Gamli tíminn sýnir sig á öllu þessu reykta og salta kjötmeti og fiski. Meðlætið er einnig oftast sósur og jafningar úr mettaðri fitu og rjóma og vel sykrað rauðkál á sinn sess á diskum um hátíðarnar eins og vera ber.
Ef við hins vegar skoðum betur fæðuframboðið þá er nægt framboð af fersku og mögru kjöti í desember. Ferskt fiskmeti og og rækjur má finna í öllum stórmörkuðum . Síðast en ekki síst ber að minna á gríðarlegt framboð af ferskum ávöxtum og grænmeti sem gott væri að bjóða upp á. Frosnir
ávextir og grænmeti er ekki síðri kostur og gott að eiga poka í frysti yfir hátíðarnar.
 

FERSK FÆÐA 0G UNNIN

Það er gott að muna eftir því alla daga ársins að velja ferskmeti
það er mat sem er lítið unninn og með fáum aukaefnum. Líkaminn er alltaf ánægðari með að fá þannig næringu og þarf ekki að bisa við
að brjóta niður alls kyns viðbótarefni sem nýrun þurfa á endanum að hreinsa út úr líkamanum. Salt er eitt af þeim efnum og jólin eru sérstaklega varasöm varðandi salta fæðu.
Það er einnig mikilvægt að hafa í huga að saltinnihald ofl. er misjafnt á milli framleiðenda. Þegar keypt er t.d. hangikjöt eða annað saltað og reykt kjöt eða fiskmeti má oft finna saltminni tegundir frá einhverjum framleiðendum.

Til þess að tryggja að saltminnsta tegundin sé valin upplýsingarnar um næringargildi í 100g á umbúðunum bornar saman. Skv. athugunum í verslunum þá var hægt að fá hangikjöt með saltinnihald 0,7g, 1,5g og 3,2g í af vörunni. Það er því 4 5 sinnum meira salt í saltmestu tegundinni og
þeirri saltminnstu. Sömu sögu var að segja um hamborgarhrygginn en þar voru mismunandi tegundir eða saltinnihald á bilinu 1,1g til 2,6g. Eins má taka reykta laxinn, brauðið, síldina, lifrarkæfuna o.fl. tegundir sem við viljum gjar nan snæða um jólin, gera samanburð á saltinnihaldi og velja saltminnsta kostinn. Flestir eru sammála því að líðanin eftir máltíð sem inniheldur lítið salt er betri en eftir máltíð sem er mjög saltrík.

Í HNOTSKURN Í DESEMBER

  • Muna eftir að borða reglulega á öllum matmálstímum
  • Velja sem oftast ferska fæðu, óunnar fæðutegundir sem eru lausar við alls kyns viðbótarefni
  • Velja sjaldan reykt og saltað kjöt og fisk.

Nýrnafélagið vill minna á að höfundur þessa greinar Bertha María Ársælsdóttir er starfandi næringarfræðingur félagsins sem stendur öllum félagsmönnum til boða.

Hún tekur félaga í einkaviðtöl og veitir þeim ráðgjöf félögum að kostnaðarlausu.

Hafið samband við Nýrnaélagið til að panta tíma í síma 5619244 eða á nyra@nyra.is

www.facebook.com/nyrnafelagid/

www.nyra.is

Útgefandi: Nýrnafélagið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Ritstjóri: Guðrún Barbara Tryggvadóttir
Ábyrgðarmaður: Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir
Sími: 5619244

nyra@nyra.is

Opnunartími:
Þriðjudagur og fimmtudagur kl.13:00-16:00
Svarað er í síma félagsins alla daga

Allur réttur áskilin © *|CURRENT_YEAR|* *|LIST:COMPANY|*, 
*|IFNOT:ARCHIVE_PAGE|* *|LIST:DESCRIPTION|*

*|HTML:LIST_ADDRESS_HTML|* *|END:IF|*

Þú getur skráð þig af póstlistanum hér.

*|IF:REWARDS|* *|HTML:REWARDS|* *|END:IF|*