Fréttabréf Nýrnafélagsins í ágúst 2024

!doctype html>







Ert þú búinn að styrkja hlaupara Nýrnafélagsins í Maraþoninu







Nýrað

Fréttabréf Nýrnafélagsins í ágúst 2024

Kæru félagar.
Sextán manns hafa nú skráð sig til að hlaupa fyrir Nýrnafélagið í Reykjavíkurmaraþoninu. Þetta fólk er búið að leggja mikið á sig til að geta styrkt okkur og ykkur til að starfið geti orðið enn betra. Við erum afar þakklát.
Fyrir utan það hvað þetta er skemmtilegur atburður, allir vinna saman og einblína á að komsat í mark fyrir sinn málstað. Sumir fara hálft og heilt maraþon í hjólastól, geri aðrir betur. 
Gleðin, samheldnin og dugnaðurinn er svo yfirþyrmandi þennan dag því að svo mikil orka, sam- og hlýhugur eru leyst úr læðingi að það lætur engan ósnortinn sem verður vitni að þessum viðburði.
Kæru hlauparar komið öll heil heim og kærar þakkir fyrir stuðninginn.
 
Guðrún Barbara Tryggvadóttir
ritstjóri fréttabréfs Nýrnafélagsins

 

Góð leið til að viðhalda heilsu er að fara út að ganga.

Samkvæmt lækninum Andrew Weil og fleirum er ganga mikilvæg heilsubót og vendar heilann gagnvart stressi. 
Að taka frá tíma daglega og ganga er talið styrkja ónæmiskerfið og ýta undir bataferli eftir veikindi. Þess vegna er mikilvægt að finna tilefni til að fara út að ganga eins oft og mögulegt er.
Samkvæmt Weil þjálfar ganga heila og stoðkerfi þar sem heilinn reiðir sig á staðsetningu og upplýsingum frá  öllum skynfærum til að halda jafnvægi. Öll skynfæri líkamans eru virk þegar gengið er úti við. 
Þess vegna er gott að ganga öðru hvoru á ósléttu til að þjálfa jafnvægi og upp á móti til að auka á áreynslu og öndun. 
Á göngu er samhæfing útlima í kross, hægri fótur og vinstri handleggur fara fram á sama tíma og síðan vinstri fótur og hægri handleggur. Þessi hreyfing setur á stað rafbylgjur í heilanum sem hafa samstillandi áhrif á allt miðtaugakerfið.
Þessi krosshreyfing er talinn mikilvæg fyrir starfsemi taugakerfisins og er að skipta miklu máli fyrir heilann, þar sem göngur hafa áhrif á virkni og stærð hippocamusar. Hippocamus hefur með skapandi hugsun, nám og minni að gera í heilanum. (lesa má um þetta bæði hjá Anerew Weil og sjá myndbönd á Ted.com um það hvernig við verndum og styrkjum heilann, sjá t.d. Niki Korteweg).
Ganga er tengsl við umhverfið, hvort sem er að ganga í nærumhverfinu eða að ganga í góðum félagsskap og við að taka göngur slökum við á.
Nýrnafélagið heldur úti síðdegisgöngum alla fimmtudaga, þar er að finna skemmtilegan og kraftmikinn félagsskap. Það að hitta aðra, geta mátað sig og líka verið á sínum eigin forsendum  veitir vellíðan og styrkir varnir líkamans.
Ég læt fylgja með tvær einfaldar en árangursríkar æfingar sem hægt er að grípa í öðru hvoru í gönguferðum sínum og efla þannig færni og slökun.

Einföld og uppbyggjandi öndunaræfing í göngu
Byrjaðu á því að anda kröftuglega að þér og frá í gegnum nefið, notaðu alltaf nefið til að anda inn og út með og hafðu munninn lokaðan á meðan.
´  Andaðu svo rólega inn um nefið og á meðan gengur þú fjögur skref 1-2-3-4
´  Haltu niðri í þér andanum á meðan þú tekur tvö skref  1-2
´  Andaðu svo út meðan þú tekur fjögur skref  1-2-3-4
´  Byrjaðu svo aftur …. ´  Gerðu æfinguna a.m.k. 5 sinnum í senn
Ef þér finnst erfitt að halda niðri í þér andanum þá skaltu sleppa því til að byrja með og nota aðeins inn og útöndun. Þú getur svo tekið það upp að „halda inni“ áður en þú andar að þér, þegar þú ert búin að ná góðum tökum á önduninni. Eins að lengja talninguna eftir því sem þú nærð betri tökum á önduninni. Góð öndun styrkir ónæmiskerfið og eykur þol.
 Gönguhugleiðsla – anda með öllum skynfærum.
Í gönguferð úti í náttúrunni eða í góðum görðum er upplagt að vinna með hugleiðslu og öndun.
Sjáðu fyrir þér í huganum að þú andir með öllum skynfærum þínum, með augunum, eyrunum, húðinni, hársverðinum.  Að öndunin streymi inn um öll skynfæri þín þegar þú andar að þér.
Líkami þinn er ekki bara þetta fasta efni sem þú finnur venjulega fyrir og sérð fyrir þér og skynjar, heldur er hann orka sem getur endurnýjað sig.
Leyfðu þér um stund að sleppa tökunum og finna að þegar þú slakar vel á er eins og líkami þinn leysist upp og leyfðu honum það, það er í lagi,
þegar þú leyfir súrefninu að flæða í gegnum  líkama þinn gefur þú honum rými til að endurnýja sig, hlaða sig nýrri og ferskri orku og á sama tíma losna við annað sem þú hefur ekki þörf fyrir.
Leyfðu þér að sleppa tökunum á öllu sem er að plaga þig á einhvern hátt, leyfðu þér að finna að við það að anda með öllum skynfærunum og í gengum allan líkamann losar þú um alla spennu. Sjáðu fyrir þér að allt sem hefur verið að plaga þig leysist upp og hverfur.
Þegar þú leyfir þér að sleppa tökunum og gefa fullkomlega eftir muntu finna að alls staðar í kringum þig er kærleikur sem tekur við þér og réttir aðstæður þínar í þá átt sem hentar þér
Andaðu svo að þér heilunarmætti náttúrunnar og brostu innra með þér. Þannig hleypur þú að þér jákvæðni og nýjum möguleikum.
Með því að sleppa koma hlutirnir til þín endurraðaðir eins og þú ræður við að fá þá til baka.
 Í vetur fer á stað sjálfstyrkingar námskeið fyrir félagsmenn, á því verða kenndar leiðir til að styrkja eigið batakerfi. Námskeiðið verður í formi fræðslu og kenndar æfingar sem byggja á öndun, slökun og hugleiðslu. Hugleiðsla er talinn ein af mikilvægasta leiðum til að þjálfa upp einbeitingu og að  vinna með myndrænar aðferðir til að styrkja ónæmiskerfið og eigin sjálfsmynd.

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur.

Styrkatarsjóður Nýrnafélagsins

Þessi tími árs þýðir ekki bara Maraþon hjá Nýrnafélaginu heldur að nú er hægt að sækja um í styrktarsjóð félagsins.  Sjá hér.
Allir fullgildir félagar geta sótt um og verður öllum umsóknum svarað. 

www.facebook.com/nyrnafelagid/

www.nyra.is

Útgefandi: Nýrnafélagið, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.
Ritstjóri: Guðrún Barbara Tryggvadóttir
Ábyrgðarmaður: Helga Jóhanna Hallgrímsdóttir
Sími: 5619244

nyra@nyra.is

Opnunartími:
Þriðjudagur og fimmtudagur kl.13:00-16:00
Svarað er í síma félagsins alla daga

Allur réttur áskilin © 2024 Nýrnafélagið, 
Þú færð þennan netpóst af því þú ert félagi í Nýrnafélaginu.

Nýrnafélagið

Hátún 10

Reykjavík 105

Iceland

Add us to your address book

Þú getur skráð þig af póstlistanum hér.

Email Marketing Powered by Mailchimp