Fréttabréf í maí 2022Kæru félagar. Hér birtist fréttabréf Nýrnafélagsins í fyrsta skiptið á rafrænan máta. Ákvörðun var tekin í fyrra af stjórn félagsins að hætta að prenta það og að senda bréfið í pósti nema til þeirra sem sérstaklega óska eftir því. Við hvetjum fólk til að hafa samband og láta vita ef að fréttabréfið berst ekki til þeirra hvorki rafrænt eða í pósti. Þessi ákvörðun var tekin vegna náttúruvernda- og fjárhagslegra sjónarmiða þar sem póstburðargjöld hafa hækkað mikið síðastiðin ár.
Það hefur tekið nokkurn tíma að hanna útlit og koma upp aðgengilegu formi til útsendingar og mun fréttabrefið vera fyrst um sinn í stöðugri þróun og hlakkar ritstjóri til að fá ábendingar frá ykkur um tillögur að efni og gaman væri að fá einnig greinar og fréttir frá félögum. Það sem gerir þetta form mjög áhugavert er að það er hægt að koma fyrir meira efni og hægt að senda það út þegar þurfa þykir án mikils tilkostnaðar.eðs umstangs. Eitt af baráttumálum félagsins eru akstursmál blóðskilunarsjúklinga og sérstaklega þeirra sem þurfa að fara á miilli sveitafélaga í blóðskilun. Þetta baráttumál er í höfn en nánar verður fjallað um það síðar, þegar það verður komið í lagalegan farveg. En endilega hafið samband við félagið ef að einhver vandamál eru núna í sambandi við akstursmál. og við munum kanna það strax meðan að verið er að ganga frá þessu máli hjá Sjúkratryggingum Íslands, en það getur tekið einhvern tíma. Nýrnafélagið stendur líka á öðrum tímamótum vegna nýrra laga nr. 110/2021.en þar er gert ráð fyrir að öll góðgerðafélög verði almannaheillafélög en til þess að það geti orðið verður að breyta lögum félagsins og liggja þær lagabreytingar fyrir á aðalfundinum á þriðudaginn. Nýrnafélagið er orðið aðili að almannaheillaskrá sem er ekki það sama og að vera almannaheillafélag. Það eru mun strangari skilyrði sem gilda fyrir almannaheillafélag en að komast inn á almannaheillasrána. En með veru sinni á skránni fá allir sem styrkja félagið skattaafslátt og félagið er undanþegið mörgum opinberum gjöldum. Þetta er aðallega gert til að fá almenning og atvinnurekendur til að aðstoða við rekstur góðgerðafélaga en róður þeirra hefur þyngst mikið vegna COVID faraldursins. Með hækkandi sól og blómum í haga fer heilsuhópur Nýrnafélagsins að fara í sínar vikulegu gönguferðir í Laugardal, þar sem er spjallað, skipst á skoðunum og haft gaman. Nánar verður skýrt frá dagsetnu og tíma og öllum félögum sem vilja sent SMS á Reykjavíkursvæðinu þegar þar að kemur. .Einnig vill stjórn félagsins hvetja félaga á öllu landinu að stofna slíka heilsuhópa og hefja gönguferðir eða einhverja aðra hreyfingu saman, því að maður er manns gaman. Með kærri kveðju og ósk um gleðilegt sumar. Guðrún Barbara
ritstjóri fréttabréfsins |