Félagið leitar nýs starfsmanns
Félagið leitar nýs starfsmanns.
Í lok febrúar lætur hún Kristín okkar af störfum fyrir félagið. Hún vill fara á eftirlaun. Þrátt fyrir hvatningu stjórnarmanna um að halda frekar áfram vinnu fyrir félagið er hún staðföst í þessu.
Stjórn Félags nýrnasjúkra er því í þeim vandasömu sporum að leita að nýjum starfsmanni.
Kristín hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í 5 ár og hefur verið í 40% starfi þann tíma. Skrifstofa félagsins er opin miðvikudaga og fimmtudaga og í raun hluta úr þriðjudeginum.
Stjórnin hefur ákveðið að leita til félagsmanna eftir ábendingum um góðan starfsmann sem væri fær og tilbúinn að taka að sér starfið. Það er kostur að hafa góða innsýn í vanda nýrnasjúkra. Félagið er með heimasíðu og facebook. Afla þarf félaginu tekna með því að sækja um styrki og vaka yfir þeim. Skrifa fréttabréf og umsagnir til stjórnvalda, svara bréfum og símtölum, undirbúa fundi, skrifa fundagerðir, sjá um fjármál og borga reikninga o.fl. o.fl. Umsóknir eða ábendingar sendist á nyra@nyra.is