Að virkja heilunarmátt líkamans, örnámskeið 19. nóvember kl. 17:30 í Mannréttindahúsinu
Núna 19. nóvember kl. 17:30, stendur Nýrnafélagið fyrir örnámskeiði sem það nefnir “að virkja heilunarmátt líkamans”
Á þessu örnnámskeiði verður farið í aðferðir sem hver og einn getur tileinkað sér, hvar sem er og hvenær sem er, honum að kostnaðarlausu.
Einu útgjöldin eru að gefa sér smá tíma daglega og tileinka sér aðferðir sem farið er að nota um allan heim af fólki sem annt er um líkamlega-og andlega heilsu. Aðferðir sem sérfræðingar á tauga- og geðheilbrigðissviðinu hvetja til og nýta sér í sínum meðferðarúræðum.
Á þessu örnámskeiði verða kynntar og kenndar einfaldar öndunar- og hugleiðsluæfingar. Rétt öndun styrkir ónæmiskerfið, bætir svefn og eykur brennslu líkamans. Hugleiðsla er æfarfornt hugrænt meðferðform og leiðbeint verður um mismunandi aðferðir við að stunda hugleiðslu svo hver og einn á að geta fundið leið sem hentar honum.
Námskeiðsstjóri er Gunnhildur Heiða Axelsdóttir fjölskyldufræðingur.