Lýsing
Myndlist eftir Ragnar K. Kristjánsson er nú til sölu til styrktar Nýrnafélaginu.
Ragnar K Kristjánsson er borinn og barnfæddur Reykvíkingur og bjó fyrstu tuttugu árin þar en er nú búsettur í Kópavogi. Ragnar er eiginmaður Helgu J. Hallgrímsdóttur formanns Nýrnafélagsins.
Ragnar hefur unnið mörg og mikilvæg sjálfboðaliðastörf í þágu félagsins og hefur hann sótt stuðningsnámskeið og veitir jafningjastuðning fyrir þá sem þess óska. En Ragnar er aðstandandi nýrnasjúklinga og nýragjafi.
Myndlist hefur alltaf legið í loftinu en eftir að ellilífeyrisaldri var náð fór hún fyrst að blómstra segir Ragnar og ennfremur að myndlistin virki eins og núvitund, ekkert er eins gefandi og að skapa, skapa með kærleika og að gefa með kærleika. Ragnar er áhuga- og sjálfmenntaður listamaður.












