Markmið

TENGSLAHÓPUR
nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra

- við styðjum þig -

Tengslahópurinn hefur það markmið að veita þeim sem veikjast af alvarlegri nýrnabilun og aðstandendum þeirra beinan aðgang að félagsmönnum sem vilja miðla af reynslu sinni.Tengslahópurinn gefur þér tækifæri á að tala við félaga sem hafa reynslu afþví að veikjast af alvarlegri nýrnabilun og vera í blóðskilun eða kviðskilun. Einnig félaga sem hafa þegið nýra og aðra sem hafa gefið nýra. Í Tengslahópnum eru einnig aðstandendur sem gjarnan vilja miðla af reynslu sinni.

Öll samtöl við félaga í Tengslahópnum eru í trúnaði.

896-6129 
tengslahopur@nyra.is