Styrktarsjóður

Viltu gefa styrktarsjóðum fé og gera honum þannig kleift að styrkja:  Banki: 334 - 26 - 1558  kt. 670387 -1279

REGLUR
fyrir Styrktarsjóð Félags nýrnasjúkra

1. gr.
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Félags nýrnasjúkra. 

2. gr.
Tilgangur sjóðsins er að aðstoða nýrnasjúka á margvíslegan hátt, svo sem með styrkveitingum til efnalítilla einstaklinga og styrkjum til að afla þekkingar í þágu nýrnasjúkra og til að byggja upp og bæta tækjakost á skilunardeild og nýrnadeild.

3. gr.
Tekjur sjóðsins eru:
1. Af sölu minningarkorta og heillaskeyta.
2. Verðbætur og vextir.
3. Framlög til sjóðsins og annað fé, svo sem áheit og gjafir.

4. gr.
Stjórn Félags nýrnasjúkra fer með stjórn sjóðsins. Allar ákvarðanir varðandi sjóðinn skulu bókfærðar í fundargerðabók félagsins, samþykktar og undirritaðar í lok hvers fundar. 

5. gr.
Stjórnin skal á hverjum tíma ávaxta fé sjóðsins með bestu fáanlegum kjörum á tryggilegan hátt. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skulu skoðunarmenn Félags nýrnasjúkra endurskoða ársreikninga sjóðsins. Skulu reikninga lagðir fram árlega, eigi síðar en fyrir lok febrúarmánaðar. 

6. gr.
Stjórn Félags nýrnasjúkra tekur á móti umsóknum um styrki og ákveður úthlutun úr sjóðnum. Beiðni um styrkveitingu skal skilað á umsóknareyðublaði sjóðsins til skrifstofu Félags nýrnasjúkra ásamt viðeigandi gögnum. Gjaldkeri Félags nýrnasjúkra sér um greiðslur samkvæmt ákvörðun stjórnar.

7. gr.
Heimilt er að leggja sjóðinn niður að tillögu meiri hluta stjórnar ef sú tillaga hlýtur samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi félagsins. Verði sjóðurinn lagður niður skulu eigur hans renna til Félags nýrnasjúkra. 

Samþykkt á stjórnarfundi 24. júní 2008 

Umsóknarskjal til styrktarsjóðs Félags nýrnasjúkra. Word skjal.