Styrktarsjóður

Viltu gefa styrktarsjóðum fé og gera honum þannig kleift að styrkja:  Banki: 334 - 26 - 1558  kt. 670387 -1279

REGLUR
fyrir Styrktarsjóð Nýrnafélagsins

1. gr.
Nafn og tilgangur
Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Nýrnafélagsins. Tilgangur sjóðsins er þríþættur:
a) Aðstoð við nýrnasjúka með styrkveitingum vegna sértækra vandamála sem aðrir styrkja ekki.
b) Bæta upplýsingar og afla þekkingar í þágu nýrnasjúkra.
c) Bæta tækjakost fyrir nýrnasjúka

2. gr.
Tekjur
Tekjur sjóðsins eru:
a) Af sölu minningarkorta og annars varnings.
b) Verðbætur og vextir.
c) Framlög til sjóðsins og annað fé, svo sem áheit og gjafir.

3. gr.
Stjórn
Stjórn Nýrnafélagsins fer með stjórn sjóðsins. Allar ákvarðanir varðandi sjóðinn skulu bókfærðar í fundargerðabók félagsins, samþykktar og undirritaðar í lok hvers fundar.

4. gr.
Hæfi stjórnarmanna.
Stjórnarmaður sem veit um ástæður er kunna að valda vanhæfi hans við úthlutun styrkja úr sjóðnum skal án tafar vekja athygli formanns stjórnar á því og ber formanni þá að kalla til varamann sem tekur við skyldum aðalmanns við úthlutunina.

5. gr.
Auglýsingar um úthlutun
Úthlutað er úr sjóðnum skv. gr. 1. a) einu sinni á ári, í október ár hvert. Auglýst skal eftir umsóknum þar sem greint er frá hlutverki sjóðsins og áherslum sem liggja til grundvallar á mati á umsóknum á heimasíðu Nýrnafélagsins og í fréttabréfi félagsins. Umsóknarfrestur skal eigi vera skemmri en 5 vikur. Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest koma ekki til mats.
Ekki er auglýst eftir styrkjum skv. lið 1. b) og c) en stjórn Nýrnafélagsins tekur ákvörðun um úthlutun í hvert sinn.

6. gr.
Styrkir
Árlega eru veittir styrkir skv. gr. 1 a) sem eru samtals kr.100.000. Niðurstaða
úthlutunar skal liggja fyrir eigi síðar en átta vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.
Stjórn tekur ákvörðun um upphæð og tíma úthlutunar skv. gr. 1 b) og c) hverju sinni.
Framkvæmdastjóri Nýrnafélagsins sér um greiðslur samkvæmt ákvörðun stjórnar.

7. gr.
Umsóknir
Umsókn um styrkveitingu skv. gr. 1 a) skal skilað á umsóknareyðublaði sjóðsins til
skrifstofu Nýrnafélagsins áður en frestur rennur út ásamt viðeigandi gögnum
samkvæmt upplýsingum á vef félagsins og umsóknareyðublaði hverju sinni. Stjórn
metur innkomnar umsóknir og tekur ákvörðun um úthlutun. Umsóknaraðilar skulu
vera skuldlausir félagsmenn í Nýrnafélaginu.

8. gr.
Kynning.
Stjórn Nýrnafélagsins skal upplýsa um að úthlutun hafi átt sér stað á heimasíðu
félagsins.

9. gr.
Umsýsla
Stjórnin skal á hverjum tíma ávaxta fé sjóðsins með bestu fáanlegum kjörum á
tryggilegan hátt. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið og skulu reikningar hans
endurskoðaðir á sama hátt og kveður á um í lögum félagsins og birtast í ársreikningi
félagsins.

10. gr.
Niðurlagning sjóðsins
Heimilt er að leggja sjóðinn niður að tillögu meiri hluta stjórnar ef sú tillaga hlýtur
samþykki 2/3 hluta atkvæða á aðalfundi félagsins. Verði sjóðurinn lagður niður skulu
eigur hans renna til Nýrnafélagsins.

Samþykkt á stjórnarfundi 18.. júlí 2019